IMG_2995
Print Friendly

Þessi tómatsulta er meiriháttar góð með ostum, frábær með kjöti, með bauna- og grænmetisréttum eða með eggjaréttum.

Tómatasulta

  • 10 tómatar, fínsaxaðir
  • 100gr hrásykur
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 3 cm fersk engiferrót, rifin
  • 1 tsk cumin fræ
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk svartur pipar, nýmalaður
  • 1 grænt chili, fínsaxað
  • 1 tsk timian eða basilikka, þurrkað

Undirbúningur: 15 mínútur

Suðutími: 60 mínútur

Settu öll innihaldsefnin í pott og láttu suðuna koma rólega upp.

Láttu sjóða við vægan hita í um 1 klukkustund, hrærðu annaðslagið í pottinum. Sultan fer að þykkna seinni hluta suðutímans, þegar hún er orðin þykk eins og sulta eða marmelaði þá slekkurðu undir pottinum og smakkar til með aðeins meira salti eða pipar eftir því hvað þér finnst gott.

Settu sultuna í dauðhreinsaðar krukkur og lokin á.
Geymist í kæliskáp í 1-2 mánuði.