IMG_3668
Print Friendly

Þetta gratín er frábært með fiski, kjúklingi eða lambakjöti og tekur enga stund að útbúa.

Tómatagratín fyrir 4

 • 5 plómutómatar
 • 2 meðalstór fennel
 • -
 • 10 svartar ólífur, fínsaxaðar
 • 5 capers, fínsöxuð
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 1 msk steinselja, fínsöxuð
 • 4 msk parmesan, rifinn
 • 1 msk ólífuolía
 • 3 msk sýrður rjómi
 • 1 tsk timian, þurrkað
 • -
 • 30-40 gr parmesan, rifinn
 • salt og pipar

[/one_third]

[two_third_last]
Undirbúningur: 20 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C.

Skerðu fennelinn í 5mm þykkar sneiðar og láttu gufusjóða í 6-8 mínútur. Skerðu tómatana í 5mm þykkar sneiðar, leggðu til hliðar.

Á meðan þú sýður fennelinn gerirðu ólífumaukið; fínsaxaðu saman ólífur, capers, hvítlauksrif og steinselju. Þegar þú ert búin að saxa þetta þannig að það sé nægilega fínt  þá seturðu í skál, hrærir parmesan, ólífuolíu, timian og sýrðum rjóma saman við. Smakkaðu til með salti og pipar.

 

Þegar fennellinn er tilbúinn hrærirðu honum saman við ólífublönduna.

Settu smá ólífuolíu í botninn á eldföstu móti, helltu fennelnum og ólífumaukinu í botninn, jafnaðu vel út. Raðaðu nú tómatsneiðunum ofan á, stráðu smá salti og nýmöluðum pipar yfir og rifna parmesan ostinum.

Bakaðu í miðjum ofninum í 20-25 mínútur eða þar til osturinn fer að brúnast.
Láttu kólna örlítið áður en þú berð fram.

Verði þér að góðu.