IMG_1285
Print Friendly

Þetta salat er frábært meðlæti með eggjakökum eða fiski. Það hentar líka vel með grillmat og kjötréttum þar sem það gefur léttan og ferskan tón.

Tómata- og gúrkusalat

  • 1 gúrka, í sneiðum
  • 1/2 dós sýrður rjómi (90gr)
  • 3 msk vatn
  • 5msk hvítvínsedik
  • 2 tsk hunang
  • 1 tsk fersk basilikka, fínsöxuð
  • 1/2 rauðlaukur, fínsneiddur
  • 4 konfekttómatar í bátum
  • salt og pipar

Þeyttu saman í skál sýrða rjómanum, vatni, hunangi, ediki og salti og pipar. Smakkaðu vel til. Hrærðu þar til blandan er mjúk og vel jöfnuð. Bættu þá við basilikku og hrærðu.

Settu nú þunnt sneiddar gúrkur, tómatabáta og rauðlauk út í og blandaðu vel saman.