Tofusúpa

Birtist í Aðalréttir, Súpa, Uppskriftir

Þessi súpa hentar vel þegar þú þarft að taka til í ísskápnum. Í hana geturðu notað hvaða grænmeti sem er og magnið í uppskriftinni er ekki heilagt, þú mátt nota miklu meira af grænmeti ef þú vilt.

Tofusúpa fyrir 4

 • 1 L grænmetis eða kjúklingasoð
 • 1 dós kókosmjólk
 • safi úr 2 lime
 • 2 stk sítrónugras
 • 2 msk fiskisósa eða sojasósa
 • 1 msk rautt curry/chili mauk
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 2cm engiferrót, rifin
 • 3 msk sæt chilisósa
 • 1 msk sykur
 • 3-4 dl allskyns grænmeti
 • 1 laukur, sneiddur
 • 2 chili, fræhreinsuð og fínsneidd
 • 1 tómatur, í teningum
 • núðlur, soðnar (má sleppa)
 • 1 dl fersk basilikka
 • 2-3 dl tofu, í teningum
Undirbúningstími: 10 mínútur

Eldunartími: 40 mínútur

Settu í stóran pott soð, kókosmjólk, hvítlauk, engifer, sæta chilisósu, limee safa, fiskisósu/sojasósu, sítrónugrasið (í sneiðum) og basilikku. Láttu suðuna koma upp hratt, þegar þetta er byrjað að sjóða lækkarðu hitann og lætur malla rólega í 12-15 mínútur.

Bættu nú í rauða chili/curry maukinu og hrærðu vel. Settu næst, grænmetið, chili og tofu út í. Láttu sjóða í aðrar 12-15 mínútur. Hrærðu þá tómatinum og núðlunum út í.

Þú getur sett  vorlauk, kóríander, baunaspírur, eða hvað sem þér dettur í hug yfir súpuna í skálinni.

Þú notar um hálfan kubb af Tofu í þessa súpu. Hinn helminginn geturðu svo sett í frystinn og geymt þar til þú vilt elda úr Tofu næst. Gott er að pressa Tofu sem hefu verið fryst, með því að setja ofan á kubbinn disk og eitthvað þungt í um 15 mínútur. Þá á að pressast út allur aukavökvi. Það er gott að setja bunka af eldhúspappír eða samanbrotið viskustykki undir Tofuið til að taka við vökvanum.