Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php:3) in /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php on line 11
allskonar.is | Svínahakk með szechuan pipar
Print Friendly

Þessi einfaldi og afar fljótlegi réttur leyfir einstöku bragði szechuan pipars að njóta sín. Szechuan piparinn er sterkur og gefur deyfandi tilfinningu með nokkuð fersku sítrónukenndu bragði og er því oft notaður ríflega á móti eldsterku chili í réttum. Athugaðu að smakka til í réttinn, ekki gera þau mistök að setja risa skammt af szechuan pipar og enda með óætan rétt. Lítið í einu, smakka svo og bæta við eftir smekk.
Szechuan pipar getur þú fengið í asískum matvöruverslunum og jafnvel heilsubúðunum ef þú finnur hann ekki í matvörubúðinni þinni. Í uppskriftinni er einnig Kínakryddblanda/Chinese Five Spice, hana er hægt að fá í langflestum matvöruverslunum.

Svínahakk með szechuan pipar

 • 1 msk repjuolía
 • 450 gr svínahakk
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • þumalstærð engiferrót, fínsöxuð
 • 1 rautt chili, frænhreinsað og fínsaxað
 • 1-2 msk szechuan piparkorn (eftir því hvað þú vilt sterkt)
 • 1 stjörnuanís
 • 2 tsk kínakryddblanda (Chinese five spice)
 • 3 msk Tamari sósa (eða sojasósa)
 • 1 msk agave sýróp (eða hunang)
 • safi úr 1 lime
 • hvítur pipar
 • 2 vorlaukar

Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur

Settu olíu í pönnu og brúnaðu svínahakkið, settu þar næst lauk, engifer og chili út í og steiktu í 2-3 mínútur. Settu þá szechuan piparinn, stjörnuanísinn og kínakryddblönduna út í og steiktu í 2 mínútur til viðbótar.

Bættu þá Tamari sósunni og sýrópinu ásamt lime safanum út í og steiktu í 4-5 mínútur þar til allt er orðið brúnt og kjötið fer að verða stökkt. Smakkaðu til með hvítum pipar og settu fínsneiddan vorlauk yfir.

Berðu fram með núðlum eða hrísgrjónum. Þú getur líka notað þennan rétt sem fyllingu í vefjur, það er æðislegt að búa til vefju úr salatblaði og setja kjötið inn í ásamt smávegis af sýrðum rjóma.

Svínahakk með szechuan pipar