IMG_1735
Print Friendly

Þessi pylsa er frábær grilluð og borin fram með kartöflusalati og grilluðu grænmeti, meiriháttar steikt á pönnu með köldu pastasalati, þú getur líka mulið hana á steikarpönnu og notað sem kjötuppistöðu í pastasósu.

Uppskriftin er úr hálfu kílói af svínahakki, best er að velja hakk í feitari kantinum, of lítil fita verður til þess að pylsan verður of þurr. Þú stjórnar sjálf/ur hversu langar eða breiðar pylsurnar eru, fer allt eftir því hvaða pylsugarnir þú velur þér.

Pylsugerðartæki má kaupa á ýmsum stöðum á netinu, bæði áfyllingarvélar og garnir. „Sausage making“ eru góð leitarorð fyrir leitarvélarnar.

Sterk ítölsk kryddpylsa

  • 500gr grísahakk
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk fennelfræ, möluð
  • 1/2 -1 tsk chiliflögur
  • 1 msk paprikuduft
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 4 msk söxuð steinselja
  • 4 msk brauðmylsna

Settu allt innihaldsefnið í skál og hnoðaðu vel saman. Fylltu í pylsugarnir eða gerðu kjötbollur/kjötkökur/borgara úr kjötdeiginu.

Grillaðu á heitu grilli þar til pylsurnar verða brúnar að utan eða steiktu á pönnu.