Steiktur kjúklingur

Birtist í Aðalréttir, Kjöt, Uppskriftir

Borinn fram með salati og ristuðum kartöflum sem þú býrð til í sömu skúffu og þú steikir kjúklinginn í, dásamlega bragðmiklar!

 

Kjúklingur m. jógúrti

 • 1 kjúklingur
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • 4 msk grísk jógúrt
 • 2 msk sítrónusafi
 • 2 msk ólífu olía
 • 1 msk rifin engiferrót
 • 1 tsk rifinn sítrónubörkur
 • 2 tsk sjávarsalt
 • 2 tsk svartur pipar, nýmalaður
 • 1 tsk kardimommur, malaðar
 • -
 • KARTÖFLUR
 • 1 kg litlar kartöflur
 • 4 skallottulaukar, skornir í tvennt
 • 1 hvítlaukur, skorinn í tvennt
 • 2 msk ólífuolía2
 • 2 tsk paprikuduft
 • 1/2 tsk cayennepipar
 • 1 tsk sjávarsalt

Undirbúningstími: 20 mínútur

Eldunartími: 1 klst og 45 mínútur

Hitaðu ofninn í  220°C.

Blandaðu saman í skál hvítlauk, jógúrt, sítrónusafa, ólífuolíu, engifer, sítrónuberki, salti, pipar og kardimommum. Hrærðu vel saman. Nuddaðu utan á kjúklinginn og undir skinnið á bringunni, settu amk helminginn af jógúrtblöndunni undir skinnið.

Settu sítrónuna innan í kjúklinginn og legðu hann með bringuna upp í eldfast mót eða ofnpott.

Undirbúðu kartöflurnar. Settu olíu, papriku, cayenne pipar og salt í skál og blandaðu kartöflunum vel saman við ásamt lauk og hvítlauk. Raðaðu í kringum kjúklinginn.

 

Settu inn í ofn og steiktu í 30 mínútur.

 

Taktu úr ofninum og snúðu fuglinum varlega við, bringuna niður. Hrærðu í kartöflunum. Settu aftur í ofninn og steiktu í 30 mínútur.

 

Taktu nú enn aftur úr ofninum og snúðu kjúklingnum aftur við, nú er bringan upp. Steiktu aftur í 20-30 mínútur eða þar til þú getur stungið í bringuna og safinn sem rennur úr er glær.

 

Taktu úr ofninum, leggðu á bretti og settu álpappír yfir, leyfðu kjötinu að hvílast í 10-15 mínútur á meðan þú leggur á borðið.

Berðu fram með kartöflunum og safanum undan kjúklingnum ásamt brakandi fersku salati. Þú getur líka gert sósu úr safanum.