IMG_4538
Print Friendly

Í þennan rétt notar þú þann fisk sem þér finnst bestur, eða það sem þú finnur ferskast. Chaat kryddblanda er indversk/pakistönsk og hefur bæði sætt og súrt bragð og er afar fjölbreytt; þú getur notað hana á kjöt, fisk, grænmeti og jafnvel út í jógúrtdrykki og smoothie.
Chaat blandan getur verið svolítið eftir þínu höfði, og því má sleppa einhverju af innihaldsefnunum, setja meira eða minna af einhverju o.s.frv. Það verður afgangur af kryddblöndunni, það er gott að geyma hana í loftþéttu íláti eða kryddstauk á dimmum og þurrum stað.

Steiktur Chaat fiskur fyrir 4

 • CHAAT BLANDA
 • 2 msk kóríander, malað
 • 4 tsk cumin, malað
 • 1 teskeið nigellufræ
 • 3 tsk svart salt (eða sjávarsalt)
 • 1 msk chiliflögur
 • 1/2 tsk engifer, malaður
 • 2 tsk svartur pipar, malaður
 • 2 tsk paprikuduft
 • FISKUR
 • 400-500gr fiskur, flök
 • safi úr 1/2 lime
 • salt
 • DEIG
 • 3 cm engiferrót, rifin
 • 2 hvítlauksrif, marin/pressuð
 • 1 tsk turmerik
 • 80gr hveiti
 • 100ml sódavatn eða pilsner
 • -
 • olía til djúpsteikingar
 • 2 tsk chaat kryddblanda

Undirbúningur: 30 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur

Byrjaðu á að skera fiskinn í bita og kreista safann úr limeinu yfir hann og stráðu salti yfir. Láttu marinerast í 15 mínútur, eða á meðan þú útbýrð kryddblönduna og deigið.

Nú er komið að því að útbúa Chaat blönduna. Settu allt kryddið í mortél og malaðu fínt, þú getur líka notað kaffikvörn.

Búðu til deigið til að velta fiskinum upp úr. Blandaðu saman hvítlauknum og engifernum ásamt þurrefnunum í skál og helltu hægt og rólega sódavatninu eða pilsnernum yfir á meðan þú hrærir vel í. Deigið á að vera frekar þunnt og alveg kekkjalaust.

Hitaðu olíu í potti, þegar þú stingur tannstöngli niður í hana og allt búblar þá er hún tilbúin. Þú getur líka sett brauðmola út í, ef hann flýtur og olían kraumar í kringum hann þá er olían orði nægilega heit.

Þerraðu nú fiskinn og veltu honum svo upp úr deiginu. Láttu liggja í deiginu í 5 mínútur áður en þú steikir.

Settu fiskinn ofur varlega ofan í olíuna og steiktu hvern bita í 3-5 mínútur, eða þar til gullinbrúnir. Taktu úr olíunni og leggðu til þerris á eldhúspappír. Dreifðu Chaat kryddblöndunni yfir fiskinn.

Frábær borinn fram með baunastöppu og fersku salati og kældu Jacob’s Creek Chardonnay.