Sólarsósa

Birtist í Meðlæti, Uppskriftir

Þessi sósa er dásamlega bragðgóð og passar vel með baunaréttum og fiski. Prófaðu hana næst þegar þú færð þér fisk.

 

Sólarsósa

  • 1 msk ólífuolía
  • 1 rauð paprika, fræhreinsuð og söxuð
  • 1/2 gulrót, söxuð
  • 2 skallottulaukar, saxaðir
  • 1/2 hvítlauksrif, fínsaxað
  • 1 tsk Harissa kryddmauk eða smá cayennepipar
  • 1 msk túrmerik
  • vatn
  • 1 msk sykur
  • 1 1/2 msk hvítvínsedik
Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Hitaðu ólífuolíuna á pönnu og settu paprikuna, gulrót, skallottulauk, hvítlauk og harissu út í. Steiktu í 1 mínútu.

Hrærðu þá saman við 5 msk af vatni og settu lok á pönnuna, láttu malla við rólegan hita í um 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt.

Hrærðu saman túrmerik, sykri, ediki og 5-6 msk af vatni, helltu yfir grænmetið og láttu sjóða í um 5 mínútur í viðbót.

Settu í blandara og maukaðu vel svo úr verði sósa. Ef þér finnst sósan of þykk þá geturðu bætt í hana vatni.

 

Það er einfalt að útbúa sitt eigið Harissakryddmauk og það geymist lengi inni í ísskáp þannig að þú getur alltaf átt nóg til. Harissa geturðu notað til að bragðbæta pottrétti og súpur, baunarétti og grænmetisrétti. Eiginlega á hvað sem er! Kíktu á uppskriftina hér á allskonar.is.