Print Friendly, PDF & Email

Nafnið á þessum kartöflum vísar í veitingahúsið Hasselbacken í Svíþjóð þar sem þessar kartöflur eiga að hafa verið bornar fram fyrst.
Þessar kartöflur eru svo einfaldar og fljótlegar. Og svo flottar líka!

Hasselback kartöflur fyrir 4

  • 12-16 meðalstórar kartöflur
  • ólífuolía
  • sjávarsalt
  • rósmarín
  • smjör, ef vill

Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 40 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C.

Skerðu ofan í kartöflurnar, ekki alla leið í gegn, sneiðarnar eiga að vera 3-4 mm þykkar.
Raðaðu kartöflunum í eldfast mót, dreifðu smá ólífuolíu yfir, sjávarsalti og rósmarín.

Bakaðu í 40 mínútur. Það er gott að setja smjör yfir kartöflurnar síðustu 5 mínúturnar í ofninum, eða þegar þær eru nýkomnar út úr honum.

Það er líka gott að skera 1 hvítlauksrif í ofurþunnar sneiðar og stinga á milli sneiða í kartöflunum, og nota timian eða íslenskt blóðberg