Print Friendly, PDF & Email

Þetta er uppáhalds sjávarréttasúpan mín.

Í hana nota ég hvaða sjávarrétti sem ég get fengið nýja og ferska; fisk ýmiskonar, krækling, hörpuskel, rækju, smokkfisk.

Berðu fram með nýbökuðu stökku brauði.

Uppskriftin er fyrir 4.

Sjávarréttasúpa

 • 1 fennel
 • 30 ml ólífuolía
 • 2 laukar, fínsaxaðir
 • 5 hvítlauksrif, marin
 • 1/2 sæt kartafla, í bitum
 • 1 tsk fennelfræ, möluð
 • 1 tsk turmerik
 • 850ml fiskisoð (2 kraft teningar)
 • 500 gr kartöflur, í bitum
 • 2 msk tómatpúrra
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 2 lárviðarlauf
 • 2 greinar timian
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • 2 stjörnuanís
 • 700gr fiskur, í bitum
 • 500gr bláskel
 • 350gr sjávarréttir (rækjur, hörupskel, smokkfiskur)
 • salt og pipar

Undirbúningur: 30 mínútur

Eldunartími: 90 mínútur

Hitaðu olíu í stórum potti og steiktu fennel, lauk, hvítlauk, sæta kartöflu og fennelfræ í 10 mínútur eða þar til allt er mjúkt.

Hrærðu tómatpúrrunni saman við og steiktu þar til hún fer að breytast í olíu. Settu þá niðursoðnu tómatana, lárviðarlaufin, turmerik, timian greinarnar, stjörnuanísinn og soðið út í. Láttu sjóða í 30 mínútur.

Settu fiskinn  í bitum og sjávarréttina út í pottinn og láttu sjóða í 5 mínútur, ekki lengur.

Á meðan seturðu vatn í pönnu og bláskelina út í og gufusýður í 4-5 mínútur. Þegar hún er tilbúin þá opnar hún sig og þá geturðu sett hana út í súpuna.

Smakkaðu til með salti.

Skreyttu með fersku dilli eða fennel.