Print Friendly, PDF & Email

Silungsflökin eru bökuð í umslagi úr álpappír eða bökunarpappír í ofni. Fljótlegt og spennandi.

Silungur í umslagi fyrir 4

  • 6-8 bitar silungur ( 2 góð flök)
  • 2 hvítlauksrif, sneidd
  • 2 skallottulaukar, sneiddir
  • 1 fennel, sneitt
  • 4 msk þurr vermút (Martini Dry)
  • svartur pipar
  • 1 msk estragon, saxað
  • salt
  • ólífuolía

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C.

Beinhreinsaðu fiskinn og skerðu í bita. Búðu til umslög úr álpappír eða bökunarpappír og settu 2-3 bita í hvert umslag. Þú getur líka sett 1 bita í hvert umslag sem hver og einn fær á sinn disk.

Sneiddu fennelinn og settu á pappírinn í umslaginu, leggðu fiskinn ofan á. Settu salt og pipar yfir, smávegis af ólívuolíu, estragoni, hvítlauk og skallottulauk.

Helltu vermút yfir og lokaðu umslaginu þannig að opið sé upp til að allur vökvi haldist í því.

Bakaðu í ofninum í 15-20 mínútur, eða þar til fiskurinn er tilbúinn.

Frábært með soðnum kartöflum og salati.

Við mælum með ísköldu Mezzacorona Chardonnay til að fullkomna máltíðina, eða köldum eplasafa með limesneið.