IMG_3190
Print Friendly

Fljótlegt og einfalt. Og svo gott að það er tilvalið bæði hversdags og spari.

Þú getur notað bæði reyktan lax eða reyktan silung.

Rjómapasta með reyktum silungi fyrir 2-3

  • 250gr pasta
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 skallottulaukar
  • 2 hvítlauksrif
  • 1/2 paprika
  • 125gr reyktur silungur
  • 2 dl rjómi
  • ferskar kryddjurtir
  • salt
  • nýmalaður svartur pipar

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Sjóddu pastað skv leiðbeiningum á pakkanum.

Athugaðu að geyma alltaf eins og 1 dl af soðvatninu þegar þú sigtar pastað frá þegar það er soðið. Í því er sterkja sem nýtist okkur vel í að þykkja sósuna og hjálpar sósunni að festast betur við pastað.
Hitaðu olíuna á pönnu við meðalhita. Sneiddu skallottulaukinn þunnt og steiktu í 2-3 mínútur eða þar til hann verður glær. Bættu þá mörðum hvítlauksrifjunum út í og steiktu í 1 mínútu.

Sneiddu fiskinn í þunnar sneiðar og settu út í pönnuna, lækkaðu hitann og helltu rjómanum yfir. Láttu rétt malla í um hálfa til eina mínútu, ekki lengur því að þá fer fiskurinn að verða þurr.

Smakkaðu til með salti og nýmöluðum svörtum pipar.

Settu um 1 dl af soðvatninu af pastanu út í, hrærðu vel og láttu malla í um hálfa mínútu. Slökktu nú undir pönnunni, helltu nýsoðnu pastanu út í hana og hrærðu varlega svo að allt blandist saman. Stráðu smá ferskum söxuðum kryddjurtum yfir; þú getur notað timian, basilikku, graslauk eða steinselju.

Gott að bera fram með brauði eða fersku salati.

Við mælum með vel kældu J.P. Chenet Medium sweet hvítvíni með þessum rétti.