IMG_1198
Print Friendly

Þessi súpa er úr humarskeljum eingöngu og erum við þá að nýta humarinn eins vel og við getum.

Þú getur að sjálfsögðu bætt humarkjöti í hana, þá skelflettirðu nokkra hala og smjörsteikir, notar þær skeljar líka út í súpuna.

Athugaðu að ef þú ert að sjóða úr skeljum af hvítlauksristuðum humri þá þarftu ekki nema 1 hvítlauksrif í súpuna, ef þú ert að nota skeljar þar sem ekki var notaður hvítlaukur, þá notarðu 3 hvítlauksrif í súpuna.

Ég miða við að með skeljunum sé eitthvað af smjöri og hvítlauk og steinselju afgangi frá því að humarhalarnir voru borðaðir.

Humarsúpa fyrir 4

 • 1msk ólífuolía
 • Skeljar af 1-1.5kg af humri
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • 1/2 tsk chiliflögur (má vera minna)
 • 3 skallottulaukar
 • 1 stilkur hvönn eða sellerí, saxað
 • 2 gulrætur, saxaðar
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 2 lárviðarlauf, mulin
 • 1/2 tsk paprika, möluð
 • 1.4 L vatn
 • 4 teningar grænmetissoð
 • 2msk tómatpúrra
 • 3msk þurrt sherry (má sleppa)
 • handfylli fersk basilikka
 • -
 • salt og pipar
 • 250ml rjómi

Undirbúningur: 15 mínútur

Suðutími: 70 mínútur

Settu allt nema salt, pipar og rjóma í pott. Þú sýður af þessu soð og þarft að sjóða í 1 klst lágmark, því lengur sem þú sýður, því öflugra verður soðið.

Þegar soðið er tilbúið þá síarðu það og setur í pott, smakkar til með salti og pipar og bætir svo rjóma út í. Þykktu með smjörbollu eða hveitijafningi.

Það er frábært að bera súpuna fram með smá þeyttum rjómatoppi og ferskri basilikku til skrauts.

Og nýbakað hvítt brauð er algerlega nauðsynlegt með.