Rauðrófusúpa

Birtist í Súpa, Uppskriftir

Rauðrófan er ódýrt hráefni en afar hollt og rauðrófusúpan þekkist víða um heim undir nafninu Borscht. Þessa súpu er hægt að frysta.

Rauðrófusúpa fyrir 4

 • 3 meðalstórar rauðrófur
 • 450 gr gulrætur
 • 1 laukur
 • 4 skallottulaukar
 • 3 hvítlauksrif
 • 1/2 græn paprika
 • 1 sellerístilkur
 • 1 lárviðarlauf
 • 2 msk kúmenfræ
 • 2 L soð (grænmetis-, kjöt- eða kjúklinga-)
 • salt og pipar eftir smekk
Undirbúningur: 30 mínútur

Eldunartími: 90 mínútur

Flysjaðu grænmetið og skerðu allt í bita, þú þarft ekki að fínxasa því að þetta á að sjóða og svo maukarðu allt í lokin. Mundu bara að því stærri sem bitarnir eru því lengri tíma tekur að sjóða súpuna.

Settu grænmetið allt saman í pott og lárviðarlauf  og kúmenfræin út í, settu soðið í pottinn, en haltu eftir 1-2 bollum til að þynna súpuna eftir að þú maukar hana. Settu lokið á og láttu suðuna koma hraustlega upp, lækkaðu svo hitann og láttu sjóða rólega í 1-1 1/2 klukkustund eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Rófurnar þurfa lengstan tíma.

Taktu lárviðarlaufið í burtu og maukaðu súpuna, þú getur notað matvinnsluvél, töfrasprota eða stappað hana í gegnum sigti. Smakkaðu til með salti og pipar og þynntu með afgangnum af soðinu. Hitaðu vel í gegn en ekki láta sjóða.

Berðu súpuna fram með góðu nýbökuðu brauði eða piragi bollum og smá sýrðum rjóma.

 

 

 

 

No Comments

Trackbacks/Pingbacks

 1. Um rauðrófur - allskonar.is - [...] Smelltu hér til að lesa uppskrift af bráðhollri og ljúffengri rauðrófusúpu (function(d, s, id) { var ...