Rabarbara sinnep

Birtist í Krydd, Meðlæti, Uppskriftir

Rabarbarinn er ótrúlega fjölhæf planta þegar kemur að matargerð. Þetta sinnep er alveg frábært, með kjöti, pylsum, ostum, á samlokurnar.

 

Rabarbara sinnep

  • 5 msk sinnepsduft
  • 5 msk brún/svört sinnepsfræ
  • 2 tsk fenugreek fræ
  • 400 gr rabarbari, í bitum
  • 85gr hrásykur
  • 3.5 dl edik (hvítvíns eða epla)
  • 1/2 tsk salt
Malaðu sinnepsfræin og fenugreek fræin, þú þarft ekki að mala þau í fínt púður, það er bara skemmtilegt að hafa eitthvað af þeim heil.

Settu allt hráefnið í pott og láttu sjóða við meðalhita þar til rabarbarinn er svo mjúkur að hann dettur í sundur.

Ef þú vilt sinnepið fínt þá maukarðu það með töfrasprota eða pressar í gegnum sigti.

Ótrúlega einfalt! Ótrúlega gott!