Print Friendly, PDF & Email

Purusteik fyrir 4

  • 1200 gr svínasíða
  • 2 msk salt
  • 3 lárviðarlauf
  • 9 negulnaglar
  • svartur pipar, nýmalaður
  • 1 gulrót, grófsneidd
  • 1 laukur, grófskorinn
  • 1 stilkur sellerí, grófskorið

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 2 klst

Hitaðu ofninn í 175°C.

Skrapaðu puruna á kjötinu og hreinsaðu. Skerðu svo í hana þversum ef er ekki búið að skera í hana, passaðu þig að skera ekki of djúpt, skurðurinn á að ná í gegnum fituna en ekki inn að kjötinu.

Settu kjötið í ofnpott eða eldfast mót, með puruna niður. Bættu vatni í mótið þannig að puran sé í kafi. Steiktu í ofninum í 20 mínútur.

Taktu nú kjötið út úr ofninum og helltu vatninu af. Snúðu steikinni við þannig að puran snúi upp, núðu salti vel inn í puruna og raðaðu lárviðarlaufunum og negulnöglunum ofan í skurðina. Malaðu pipar yfir.
Helltu 4-5 dl af vatni í kringum steikina, settu grófskorið grænmetið út í vatnið.
Steiktu í ofninum í 90 mínútur.

 

Taktu steikina úr ofninum og hækkaðu hitann í 220°C-240°C eða eins heitt og ofninn leyfir þér. Helltu vatninu af steikinni, hægt er að sía það og nota í sósugrunn.
Settu kjötið inn í ofninn og láttu puruna poppast vel, fylgdust grannt með svo að brenni ekki.
Láttu kjötið hvíla í 15 mínútur undir álpappír áður en þú  berð fram og/eða skerð í að til að safinn haldist í kjötinu.

Berðu fram með uppáhaldssósunni þinni og því meðlæti sem þér finnst best. Ég mæli með rauðrófusalati og rauðkáli ásamt hefðbundnum brúnuðum kartöflum, salati og góðri soðsósu.