IMG_3093-2
Print Friendly

Makríllinn er bráðhollur og ákaflega góður fiskur.

Hér kemur uppskrift fyrir þá sem vilja smá sterkt bragð og spennandi.

Pönnusteiktur Makríll fyrir 4

  • 4 makrílflök
  • 2 msk olía
  • 1 rautt chilli, fínsaxað og fræhreinsað
  • 1 skallottulaukur, fínsaxaður
  • 4 hvítlauksrif, fínsöxuð
  • 2 tsk tælensk fiskisósa
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 1 msk hrásykur
  • salt og pipar

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur

Hreinsaðu vel flökin, skolaðu vel af roðinu, þurrkaðu þau og stráðu smá salti og pipar yfir báðar hliðar. Láttu til hliðar í 10 mínútur. Saxaðu og taktu til allt annað hráefni á meðan.

Settu nú olíuna í pönnuna og steiktu fiskinn þar til hann er gullinn á báðum hliðum. Mér finnst best að byrja á að steikja hann með roðið niður og steikja í 4-5 mínútur, snúa svo við og steikja í 1-2 mínútur.

Settu nú chili, laukinn, hvítlauk, fiskisósuna og hrásykurinn yfir fiskiflökin og lækkaðu hitann undir pönnunni. Snúðu fisknum nokkrum sinnum á 15-20 sekúndna fresti til að flökin fái nóg af sósu á sig. Sósan þykknar hratt, þegar það gerist er fiskurinn tilbúinn.

Æðislegt með fersku salati, kartöflum eða hrísgrjónum og vel kældu J.P. Chenet Medium Sweet hvítvíni.