Print Friendly, PDF & Email

Hjörtu eru ódýr og góður matur og það er afar fljótlegt að búa til dýrindis pottrétt úr þeim.

Lambahjörtu fyrir 4

 • 6-8 hjörtu
 • 4 msk hveiti
 • salt og pipar
 • 1 tsk cayenne pipar
 • 1 msk ólífuolía
 • 1 msk smjör
 • 150 gr sveppir, skornir í tvennt
 • 1 epli, flysjað og skorið í bita
 • 1 laukur, í sneiðum
 • 1 hvítlauksrif, marið
 • 1 msk Worchestershire sósa
 • 1 tsk timian, þurrkað
 • 1 tsk rifsberjahlaup
 • 2,5 dl rjómi
 • salt og pipar

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Byrjaðu á að hreinsa hjörtun af allri fitu og himnum, skerðu þau í strimla eða litla bita.

Blandaðu saman á disk hveiti, salt og pipar og cayenne piparnum. Veltu hjörtunum upp úr hveiti blöndunni.

Hitaðu smjör og olíu á pönnu við meðalhita og steiktu hjörtun í 3-4 mínútur.

Settu nú laukinn út í og steiktu í 4-5 mínútur eða þar til hann er glær. Steiktu nú sveppina og eplin með.

Helltu Worchestershire sósu yfir og timian, hrærðu vel. Ef þér finnst festast of mikið við pönnuna geturðu sett smá slettu af vatni.

Bættu rjómanum og rifsberjahlaupinu út í og blandaðu vel, láttu malla í 1-2 mínútur. Smakkaðu til með salti og pipar.

Frábært með kartöflum eða kartöflustöppu og fersku salati. Þú getur líka borið þetta fram með soðnu pasta.