_MG_2481
Print Friendly

Pönnuskonsur

  • 125gr hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 25 gr smjör í teningum
  • smá salt
  • 3/4 dl mjólk

Undirbúningstími : 5 mínútur

Baksturstími: 8-10 mínútur

Settu hveiti, lyftiduft, salt og smjör í matvinnsluvél og láttu vélina ganga þar til áferðin er svipuð brauðmylsnu.

Settu þá mjólkina út í og blandaðu þar til deigið fer í klump.

Þú getur mulið smjörið saman við hveitiblönduna ef þú átt ekki matvinnsluvél.

Taktu deigið úr vélinni og hnoðaðu á bekk í kringlótta köku 1.5-2cm á þykkt.

Skiptu kökunni í 4 eða 8 sneiðar og steiktu á pönnu við meðalhita í 4-5 mínútur á hvorri hlið.

Meiriháttar með sultu, hunangi, osti, grænmeti.

Bara hverju sem er!