Print Friendly, PDF & Email

Þessi súpa er full af bragði og orku og það tekur enga stund að útbúa hana.

Hakksúpa fyrir 3-4

 • olía
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 400gr kjöthakk
 • 1L nautasoð (úr 2 teningum)
 • 1 græn paprika, grófskorin
 • 1 kartafla, flysjuð og í teningum
 • 1 gulrót, fínsöxuð
 • 2 msk fiskisósa
 • salt og pipar
 • 2 tsk cumin
 • 1 dl passata tómatsósa
 • 1/2 tsk chiliflögur
 • handfylli spínat

Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Hitaðu olíu í stórum potti og steiktu lauk og hvítlauk í 3-4 mínútur eða þar til laukurinn verður glær. Settu nú kjöthakkið út í og steiktu í 1-2 mínútur og hrærðu vel á meðan.

Helltu 1L af nautasoði yfir og láttu suðuna koma hressilega upp, lækkaðu hitann undir pottinum til að fá jafna rólega suðu.

Settu nú gulrætur, kartöflubitana og paprikuna út í og hrærðu vel. Bættu við fiskisósu, cumin, passata og chiliflögum. Smakkaðu síðan til með salti og pipar.

Ef þú færð ekki passata þá getur þú notað hakkaða tómata úr dós.

Láttu sjóða í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru mjúkar. Bættu þá við spínatinu og láttu sjóða í 1-2 mínútur.

Borið fram með góðu grófu brauði.