Pasta carbonara

Birtist í Aðalréttir, Uppskriftir

Carbonara f.2

 • 250-300gr pasta
 • 1 msk smjör
 • 1 msk olía
 • 2 skallottulaukar, fínsaxaðir
 • 2 hvítlauksrif, fínsöxuð
 • 125gr bacon, í bitum
 • 2 egg
 • 1.5 dl rjómi
 • 25 gr parmesan, rifinn
 • salt
 • svartur pipar, nýmalaður

Undirbúningur og eldunartími: 25 mínútur

Sjóddu pastað skv leiðbeiningum á pakkanum eða gerðu þitt eigið.

Settu smjör og olíu á pönnu og steiktu lauk, hvítlauk og bacon í 5-6 mínútur.

Sláðu saman eggjunum í stórri skál , bættu rjómanum og parmesan saman við ásamt smá salti og nýmöluðum svörtum pipar.

Þegar pastað er soðið þá læturðu vatnið renna af því, setur aftur í pottinn og hellir eggjablöndunni yfir ásam lauk/beikon blöndunni. Hrærðu vel saman.

Borið fram með örlítið af rifnum parmesan og fullt af svörtum pipar. Gott að hafa með þessu ferskt salat og/eða hvítlauksbrauð.