Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php:3) in /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php on line 11
allskonar.is | Parmesanristaðar kartöflur
Print Friendly

Það er endalaust hægt að leika sér með kartöflur. Þessi uppskrift er í uppáhaldi á heimilinu, bæði með nautasteikum eða grilluðum kjúkling. Hún á líka afar vel við með grilluðum fiski eða lambakjöti.

Parmesan kartöflur fyrir 4

  • 1 kg kartöflur
  • 3 msk olía
  • 5 tsk hveiti
  • 75gr parmesan, rifinn
  • 2 msk söxuð steinselja
  • 1 grein rósmarín

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 40 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C.

Flysjaðu kartöflurnar og skerðu í tvennt, settu í saltvatn og láttu sjóða í 2 mínútur. Láttu renna af þeim í sigti og dreifðu vel af ólífuolíu yfir.

Á meðan kartöflurnar sjóða seturðu í skál hveiti, parmesan og steinselju og smá salt.

Þegar þú ert búin að setja ólífuolíuna yfir kartöflurnar skellirðu þeim út í skálina með hveitiblöndunni og hrærir varlega.

Taktu nú eldfast mót, settu smá olíu í það og inn í ofn til að hita olíuna, í um 2 mínútur.

Taktu mótið varlega út, settu kartöflurnar í, leggðu rósmaríngreinina ofan á og bakaðu í ofni í 40 mínútur.

Veltu þeim við  þegar eldunartíminn er hálfnaður, eða eftir 20 mínútur.

Stráðu smá steinselju yfir þegar þú berð þær fram.

Njótið vel!