IMG_3019
Print Friendly

Í þennan rétt geturðu notað hvaða hvíta fisk sem þér finnst bestur; þorsk, ýsu, skötusel, steinbít, löngu o.s.frv.

Fiskur fyrir 4

  • 600gr fiskur, flök
  • 2 msk smjör
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 1 kúrbítur, sneiddur fínt
  • 1 msk fennelfræ
  • 4 stórir tómatar, saxaðir
  • 2 tsk Dijon sinnep
  • 1 tsk púðursykur
  • 1/4 tsk cayennepipar
  • salt og pipar

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Hitaðu ofninn í 190°C.

Smyrðu eldfast mót og leggðu fiskinn í bitum þar í.

Bræddu smjörið í stórri pönnu, steiktu laukinn og kúrbítinn í 5-7 mínútur. Bættu nú við fennelfræjunum, tómötunum, sinnepi, sykri og cayenne pipar. Blandaðu vel saman og láttu malla smávegis, smakkaðu til með salti og pipar.

Helltu sósunni yfir fiskinn í eldfasta mótinu.

Bakaðu fiskinn í ofninum í 18-20 mínútur eða þar til hann er tilbúinn.

Dásamlegt með kartöflustöppu eða fínni kartöflumús og fennelsalati með eplum.

Við mælum með J.P Chenet Medium Sweet hvítvíni með fiskinum til að fullkomna máltíðina.