Morgunverðarrúllur

Birtist í Aðalréttir, Uppskriftir

Morgunrúllur f. 2

  • 1 msk ólífuolía
  • 1 meðalstór kartafla, í litlum bitum
  • 1/2 lítill rauðlaukur, saxaður
  • lúkufylli spínat eða kál
  • 2-4 sneiðar beikon
  • 1 tómatur, í bitum
  • 2 stór egg
  • salt og pipar
  • 1 dl ostur, rifinn
  • 2 tortillukökur
Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 10 mínútur

Þeyttu eggin létt saman við 1/2 dl af osti í skál. Settu til hliðar.

Hitaðu olíuna á pönnu og steiktu kartöflurnar í litlum bitum í 3-4 mínútur. Bættu þá við lauknum og steiktu í aðrar 3-4 mínútur. Settu nú spínatið og tómatinn út í, kryddaðu smá með salti og pipar og hrærðu vel.

Helltu yfir þetta eggja/ostablöndunni og stektu þar til eggin eru tilbúin í 1-2 mínútur. Hrærðu vel á meðan. Settu í skál þegar tilbúið.

Steiktu nú beikon þar til það er gullið og stökkt.

Skiptu fyllingunni og beikoninu á 2 tortillakökur og afgangnum af rifna ostinum (1/2 dl). Rúllaðu upp og skerðu hverja rúllu í tvennt.

Frábært með pínu tómatsósu eða salsa.