IMG_5515
Print Friendly

Í þennan graut geturðu notað þau grjón/flögur sem þér finnast best.

Morgungrautur

  • Hafragrjón/hirsiflögur/bókhveitiflögur/byggflögur
  • Vatn
  • 1/4 tsk Kanill
  • salt, eftir smekk
  • 1 msk sólblómafræ eða chia fræ
  • 5 möndlur eða hnetur
  • 1/4 epli

 

Látið vatnið sjóða.

Setjið grjónin út í. Stráið kanil yfir (passa að setja ekki of mikið) og sjóðið í 1/2 mínútu.Setjið salt í grautinn ef þið viljið.

Hellið í skál og látið standa í smá stund. Stráið fræjunum út á, ásamt hnetunum. Skerið eplið niður og setjið út á. Sumum finnst gott að hafa grautinn þykkan og hafa þá lítið vatn í hlutfalli við grjón. Gott er að bera fram með örlitlu hunangi út á.