Print Friendly

Lummur með hunangi

  • 125 gr hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 msk sykur
  • 1/4 tsk salt
  • 2 egg
  • 3 dl súrmjólk
  • 1 tsk svartur pipar, nýmalaður
  • 1/2 tsk kardimomma, möluð
  • smjör eða olía til steikingar

Undirbúningur: 5 mínútur

Steikingartími: 15 mínútur

Blandaðu saman hveiti, matarsóda, lyftidufti, sykri og salti.

Sláðu eggjunum saman og bættu út í hveitiblönduna ásamt súrmjólkinni og hrærðu þar til vel blandað. Hrærðu nú piparnum og kardimommunum saman við.

Steiktu í smjöri eða olíu á pönnu og berðu fram með góðu hunangi.