Print Friendly

Linsubaunir fyrir 2-3

 • 225gr rauðar linsur
 • 1 dós kókosmjólk
 • 225ml vatn
 • smá salt
 • 1/2 tsk turmerik
 • -
 • olía
 • 1 tsk sinnepsfræ
 • 1 laukur, fínt sneiddur
 • 1 tómatur, saxaður
 • 2 hvítlauksrif, sneidd
 • 2 græn chili, fræhreinsuð og söxuð
 • 1 lime
 • 1/2 tsk garam masala

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Skolaðu linsubaunirnar vel í sigti. Settu þær í pott með vatninu og kókosmjólkinni, smá salti og túrmerik. Láttu sjóða á litilum hita þar til baunirnar eru mjúkar en ekki maukaðar, hrærðu vel í. Þetta ætti að taka um 20 mínútur.

Á meðan linsurnar sjóða þá steikirðu kryddaða grænmetið sem fer ofan á/út í pottréttinn..

Settu smávegis olíu í pönnu og steiktu sinnepsfræin þar til þau poppa. Bættu þar næst við grænu chilliunum og hvítlauk og steiktu í 1 mínútu. Bættu nú við lauknum og steiktu þar til gullinn. Bættu þá tómatinum út í og steiktu þar til hann er maukaður. Bættu nú við garam masala kryddinu.

Borið fram í skál; linsubaunir neðst með kryddlaukblöndunni ofan á og sneið af lime. Frábært með allskyns flatbrauði, t.d. Kúrbítsflatkökum.