IMG_0208
Print Friendly

Dásamlega ferskt grænmeti og linsubaunir, frábært sem máltíð eða sem meðlæti með grillkjötinu. Í uppskriftina þarftu soðnar  brúnar linsubaunir, þær þarf aðeins að sjóða í 20 mínútur og þú notar tímann til að skera og saxa allt annað sem fer í salatið.

Linsubaunasalat fyrir 4

 • 150-200gr soðnar brúnar linsur
 • 2 msk balsam edik
 • 1 tsk Dijon sinnep
 • 4 tsk ólífu olía
 • 3 skallottulaukar, fínsaxaðir
 • 1 gúrka, fínsöxuð
 • 1 askja konfekt tómatar, skornir í tvennt
 • 1/2 krukka fetaostur, kurlaður
 • 2 egg, harðsoðin
 • 4 myntulauf eða basilikulauf
 • salt og pipar

Undirbúningur: 20 mínútur

Samsetning: 5 mínútur

Byrjaðu á að sjóða linsubaunirnar í söltu vatni.

Settu eggin í pott og sjóddu þar til þau eru harðsoðin, kældu þau þá vel í vatni, flysjaðu og brytjaðu í stóra bita.

Hrærðu saman í lítilli skál ediki og sinnepi ásamt ólífuolíunni, saxaðu skallottulaukinn fínt og hrærðu saman við. Settu til hliðar.

Settu í stóra salatskál gúrkuna, tómata, fetaostinn, eggin og myntulaufin. Bættu linsubaununum saman við þegar þær eru soðnar (láttu renna af þeim soðvatnið fyrst).

Hrærðu vel saman, helltu nú dressingunni úr litlu skálinni yfir og blandaðu vel. Kryddaðu til með salti og nýmöluðum svörtum pipar.