Lavendersýróp

Birtist í Drykkir, Sætindi, Uppskriftir

Lavender (lofnarblóm) fræin getur þú fengið í Tiger, eða ræktað sjálf/ur. Þegar þú býrð til þetta sýróp þá ilmar húsið allt af lavender í heilan dag!

 

Lavender sýróp

  • 175gr sykur
  • 500ml vatn
  • 3 msk lavenderfræ
Settu sykur og vatn saman í pott og hitaðu þar til sykurinn hefur leysts  upp.

Taktu þá af hitanum og láttu lavenderfræin út í.

Láttu trekkja í 30 mínútur. Síaðu fræin frá (þarf ekki, það er í fínasta lagi að borða þau) og settu sýrópið í flösku.

 

Settu í hlutföllunum 1:5 í vatn ásamt safa úr 1/4 lime í hvert glas. Frábært í sódavatn og fullt af klaka.