_MG_2049
Print Friendly

Lambapottréttur fyrir 4

 • 3 msk ólífuolía
 • 600ml vatn
 • 1 msk tómatpúrra
 • 2 tsk kanil, malaður
 • 750gr lambakjöt, í bitum
 • 1 msk paprikuduft
 • 2 laukar, í sneiðum
 • 2 sellerístilkar, í bitum
 • 2 gulrætur, í bitum
 • 6 hvítlauksrif, söxuð
 • 1/2 sellerírót, í bitum
 • 1/2 gulrófa, í bitum
 • 3 kartöflur, flysjaðar og í bitum
 • 1 kúrbítur, í bitum
 • 3 msk ferskar kryddjurtir (minta, steinselja, kóríander, basilikka - bara það sem er til)
 • 1 msk harissa eða smá caeyenne pipar
 • salt og pipar

Undirbúningstími: 15 mínútur

Eldunartími: 70 mínútur


Settu olíuna, vatn, kanil  og tómatpúrru í pott og þeyttu vel saman. Taktu lambakjötið og kryddaðu með salti og pipar og paprikuduftinu, settu út í pottinn ásamt lauk, hvítlauk, sellerí, gulrótum, sellerírót, rófu og kartöflum.

Láttu suðuna koma upp, settu lok á pottinn og sjóddu í 30 mínútur. Hrærðu í annaðslagið.

Bættu nú við kúrbítnum og sjóddu í aðrar 30 mínútur til viðbótar. Nú á kjötið að vera orðið mjög meyrt.

Kryddaðu með harissu kryddmauki eða cayenne pipar, stráðu ferskum kryddjurtum yfir og berðu á borð. Það er gott að hafa með þessu salat eða hrísgrjón eða flatkökur.