Warning: Cannot modify header information - headers already sent by (output started at /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php:3) in /home/allskonar/Sites/allskonar.is/allskonar/wp-content/themes/tasty/header.php on line 11
allskonar.is | Lambahryggur með eggaldinmauki
Print Friendly

Lambahryggur með kryddblöndu og eggaldinmauki

 • Lambahryggur 2kg+
 • 4 msk ólífuolía
 • 2 msk tómatpúrra
 • 1-3 tsk chiliduft (þú ræður hversu sterkt)
 • 1/2 tsk cumin, malað
 • 1/2 tsk paprika, möluð
 • 1/2 tsk kóríander, malað
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk nýmalaður svartur pipar
 • 2 msk mynta, fínsöxuð (má sleppa eða nota steinselju)
 • börkur af 1 sítrónu
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • EGGALDINMAUK
 • 250gr eggaldin, skorið í 1cm þykkar sneiðar
 • 1 hvítlauksrif, marið eða rifið
 • 2-3 tsk sítrónusafi (smakkist til)
 • 1-2 tsk hunang (smakkist til)
 • 3-5 dropar sesamolía (smakkist til)
 • 1/2 tsk salt (smakkist til)
 • nýmalaður svartur pipar eftir smekk
 • 1/4 tsk paprika, stráð yfir maukið (eða zumac)

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 65 mínútur

Hvíld á kjöti og eggaldinmauk útbúið: 15 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 220°C.

Settu í skál ólífuolíuna, tómatpúrruna, chiliduftið, cumin, papriku, kóríander, salt, pipar og myntu, börkinn af sítrónunni og safann. Hrærðu vel.
Leggðu hrygginn í stóran ofnpott og smurðu kryddmaukinu yfir hann allan. Það getur verið gott að stinga í gegnum fituna á hryggnum á stöku stað til að kryddið nái að fara vel inn í kjötið.

Steiktu í miðjum ofni við 220°C í 15 mínútur. Lækkaðu þá hitann í 170°C og steiktu í 40-45 mínútur.

Á meðan að hryggurinn steikist þá undirbýrðu eggaldinið fyrir maukið. Skerðu eggaldinið í um 1cm þykkar sneiðar, leggðu í sigti og stráðu smá salti yfir. Láttu standa og vökvann renna af eggaldininu á meðan hryggurinn er að steikjast.

Þegar kemur að því að taka hrygginn út, þá skaltu breiða álpappír yfir hann til að kjötið nái að hvíla og verði safaríkt og gott.
Settu grillstillinguna á ofninn, þerraðu mesta rakann af eggaldinsneiðunum og leggðu á bökunarpappír á plötu. Penslaðu örlítilli olíu á sneiðarnar og grillaðu í 7-8 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær ristast og dökkna.

Taktu úr ofninum, hreinsaðu hýðið af, settu eggaldinkjötið í matvinnsluvél, (eða stóra skál), rífðu hvítlauk út í og hakkaðu (eða stappaðu) vel saman. Settu nú sítrónusafa, sesamolíu, hunang,salt og pipar út í og smakkaðu til. Byrjaðu með smá, það má alltaf auka við.

Berðu maukið fram með hryggnum. Gott er að bera fram með þessu appelsínukúskús og gulrótarsalat.

 

Lambahryggur með spennandi kryddblöndu og silkimjúku eggaldinmauki