_MG_2240
Print Friendly

Kúrbítsflatkökur fyrir 4

 •  200gr hveiti
 • 150 gr kúrbítur, rifinn
 • 1 tsk sesamfræ
 • 2cm engiferrót, rifin
 • 1 hvítauksrif, marið
 • 1 tsk cumin, malað
 • 1 tsk kóríanderfræ
 • 1/2 tsk chiliduft
 • 1/2 tsk turmerik
 • 5 msk súrmjólk eða hrein jógúrt
 • olía

Undirbúningur: 25 mínútur

Eldunartími: 15 mínútur

Rífðu niður kúrbítinn og kreistu úr honum vökvann, settu til hliðar.

Blandaðu saman í skál, hveiti og salti, jógúrti, sesamfræjum, kóríander, cumin, chilidufti, engifer, hvítlauk og olíu.

Bættu líka kúrbítnum við og blandaðu varlega saman þú þarft að hnoða þetta saman í deig. Bættu við hveiti eða vatni eftir þörfum.

Láttu deigið hvílast í 10-15 mínútur.

Taktu og hnoðaðu deigið varlega aftur og skiptu í jafnstóra hluta. Flettu hvern hluta út fyrir sig í flatkökuþykkt, 3-4mm, og steiktu á heitri pönnu þar til brúnað.

Það er gott að pensla kökurnar með olíu áður en þær fara á pönnuna frekar en að nota olíu beint út í pönnuna.

Flatkökurnar geymast í loftþéttu íláti í 2-3 daga og það má líka frysta þær.