IMG_1725
Print Friendly

Þessi pylsa er sneisafull af bragði, hún er frábær á grillið eða pönnuna, bökuð inni í ofni með kartöflum og ristuðu grænmeti, út í pottrétt…

Í raun getur þú gert hvað sem þér dettur í hug við þessa pylsu.

Þú þarft ekki pylsugerðarvél til að geta notað þér uppskriftina af kjötdeiginu í t.d. borgara eða bollur.

Uppskriftin miðast við rúmlega 1 kg af pylsudeigi

Kryddpylsa

 • 1 kg grísahakk
 • 1 stór laukur, fínsaxaður
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • 1 rautt chili, fínsaxað
 • 4 tsk rauðvínsedik
 • 2 tsk Ungversk paprika
 • 1 tsk timian
 • 1 lárviðarlauf, mulið
 • 1 msk salt
 • 1/2 tsk svartur pipar, nýmalaður
 • 1/4 tsk cayenne pipar

Settu öll innihaldsefnin í skál og hnoðaðu saman í deig.

Ef þér finnst deigið vera aðeins of blautt þá geturðu bætt örlitlu af brauðmylsnu í deigið, eins og 4-5 msk.

Settu í pylsugarnir með pylsugerðarvél eða búðu til borgara eða kjötbollur.

Grillaðu á sjóðheitu grilli þar til pylsurnar verða brúnar, eða steiktu á pönnu eða bakaðu í ofni.