Print Friendly, PDF & Email

Þessar kjötbollur eru fljótlegar og afar góðar. Þú getur haft þær með kartöflustöppu og smá sólarsósu og þá sleppt að gera sósuna í uppskriftinni, eða með salati. Hér valdi ég að bera þær fram með appelsínukúskúsi með döðlum.

Uppskriftin virðist löng, en í bollurnar fer sama krydd og í sósuna, þannig að það verða ekki of margir kryddstampar á vinnuborðinu.

Bollurnar eru steiktar í ofninum og því engin olía notuð og ekkert bras.

Kryddbollur

 • BOLLUR
 • 500gr nautahakk
 • 2 tsk cumin, malað
 • 1 tsk laukduft
 • 1/2 tsk engifer, malað
 • 1/4 tsk cayenne pipar
 • 1/4 tsk kanill, malaður
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk svartur pipar, malaður
 • 2 msk tómatpúrra
 • 1 egg
 • 3 msk brauðmylsna
 • söxuð steinselja
 • SÓSA
 • 1 laukur
 • 1/2 tsk engifer, malað
 • 1 tsk cumin, malað
 • salt og pipar
 • 1/4 tsk kanill, malaður
 • 1/2 tsk turmeric
 • 1dl vatn
 • börkur af 1 lime
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 4 msk tómatpúrra
 • 1 msk söxuð steinselja

Undirbúningur: 20 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 200°C.

Settu allt hráefnið í bollurnar í skál og hnoðaðu vel saman. Búðu til litlar bollur á stærð við valhnetur, um munnbiti hver. Settu á bökunarpappír á plötu.

Bakaðu í ofninum í 25 mínútur.

Á meðan bollurnar bakast gerirðu sósuna.

Settu örlitla olíu í pottog steiktu laukinn þar til hann fer að mýkjast, bættu þá kryddi og limeberkinum út í og blandaðu vel. Steiktu í um 1 mínútu eða þar til allt fer að ilma. Bættu nú vatninu út í og hrærðu vel, náðu upp úr botninum og af hliðunum öllu kryddinu. Bættu nú afgangnum af sósuhráefninu út í og láttu sjóða við vægan hita í 5 mínútur.

Þá geturðu notað tímann til að útbúa kúskús eða salat.

Settu bollurnar út í sósuna og berðu fram í stórri skál eða á stóru fati.

Við mælum með Campo Viejo Crianza rauðvíni með þessum bollum, dásamlegt með ljúfu kryddbragðinu í réttinum.