Kræklingur í bjór

Birtist í Aðalréttir, Uppskriftir

Kræklingurinn er bráðhollur og fljótlegur matur. Og gerist ekki ferskari!

 

Kræklingur í bjór fyrir 2

  • 1 kg bláskel/kræklingur
  • 3 msk smjör
  • 2 skallottulaukar
  • 1 hvítlauksrif, marið
  • 1 flaska bjór
  • 3 msk söxuð steinselja
Undirbúningstími: 5 mínútur

Eldunartími: 10 mínútur

Bræddu smjörið í stórum rúmgóðum potti með loki.

Fínsaxaðu skallottulaukinn og steiktu í smjörinu ásamt hvítlauknum í 1 mínútu.

Leggðu kræklinginn í pottinn og helltu yfir hann bjórnum, hrærðu varlega eða hristu pottinn. Hækkaðu hitann undir pottinum og settu lokið á.

Láttu sjóða í 4-5 mínútur og hristu pottinn annað slagið.

Borðaðu aðeins þá kræklinga sem hafa opnað sig og athugaðu að borða ekki vöðvann sem festir kræklinginn við skelina (hann er bragðvondur).

Berðu fram með saxaðri steinselju og grófu nýbökuðu brauði með smjöri.