Köld grænmetissúpa

Birtist í Aðalréttir, Grænmeti, Súpa, Uppskriftir

Það er dásamlegt að fá sér kalda og ferska grænmetissúpu á heitum sumardegi. Þessi súpa er frekar gróft Gazpacho, sveitaleg köld súpa, full af bragði og mettandi. Hún er frábær sem forréttur, borin fram í háum glösum, eða sem aðalréttur eða meðlæti með grilluðum rækjum eða hörpuskel.

 

Gazpacho f.4

 • 1 hvítlauksrif
 • 1/2 gúrka
 • 1 rauð paprika
 • 1 skallottulaukur
 • 2 stórir tómatar
 • handfylli ferskur kóríander
 • 250ml tómatsafi eða passata
 • 4 msk hvítvín eða 1 msk sætt edik
 • 4 msk extra virgin ólífu olía
 • salt og nýmalaður svartur pipar
 • hunang
Undirbúningur: 5 mínútur

Settu hvítlauksrifið í matvinnsluvél og maukaðu það vel, grófskerðu þá allt grænmetið og settu út í matvinnsluvélina. Það er ágætt að taka kjarnan/fræin úr gúrkunni, í þeim getur verið örlítil beiskja.

Bættu nú kóríander, tómatsafa, hvítvíni og olíu út í og blandaðu vel.

Ef þú vilt súpuna fíngerða þá geturðu maukað hana í gegnum sigti, mér finnst ágætt að hafa hana með smá áferð.

Smakkaðu til með salti og pipar og örlitlu hunangi til að draga fram sætt bragð tómatanna.

Gott að láta standa í ísskáp í 1-2 klst til að bragðið lagerist, en má bera fram strax ef vill.