IMG_0819-2
Print Friendly

Þessi kjúklingur er alveg æðislegur á grillið, steiktur á pönnu eða steikur í ofni. Létt og ferskt bragðið af kóríander og sítrónu ásamt kókos er alveg meiriháttar.

Kjúklingur með kókos og kóríander fyrir 4

 • 1 1/2 kg kjúklingabitar
 • 1 tsk turmerik
 • 1 tsk karríduft
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 2 cm engiferrót, rifin
 • 1 msk hunang
 • 1 tsk fiskisósa
 •  1 sítróna, safi og börkur
 • 30 gr saxaðar möndlur
 • 10 gr sesamfræ
 • 20 gr rifinn kókos
 • lúkufylli kóríander (má vera minna)
 • salt og pipar

Undirbúningur: 1 klst

Eldunartími: 15-30 mínútur

Blandaðu öllu saman nema kjúklingnum í stórum zip lock plastpoka. Hrærðu/nuddaðu öllu vel saman og settu svo kjúklingabitana út í pokann og nuddaðu kryddblöndunni vel inn í kjötið. Það getur verið ágætt að skera eins og 1 skurð í hvern bita til að fá kryddið meira inn í kjötið.

Lokaðu pokanum rækilega og láttu marinerast í ísskáp í amk 1 klukkustund.

Þú getur grillað bitana, mundu þá að setja vel af olíu á þá til að þeir fái stökka og fína húð.

Ef þú ætlar að steikja bitana í ofni þá hitarðu ofninn í 180°C og steikir í 30 mínútur og snýrð bitunum eftir 15 mínútur.

Ef þú ætlar að steikja á pönnu þá geturðu notað grillpönnu eða venjulega pönnu, smávegis olíu og steikir þar til bitarnir eru vel brúnir allan hringinn.

Algert nammi!