IMG_1294
Print Friendly

Marineraðir kjúklingavængir sem gersamlega renna af beinunum með engifer og chili sósu til að dýfa vængjunum í. Algert lostæti!

Kjúklingavængir fyrir 4

 • 1 kg kjúklingavængir
 • 3 msk graslaukur, saxaður
 • 3 msk kóríander, saxað
 • MARINERING
 • 1 teningur kjúklingakraftur, mulinn
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • 3cm engiferrót, rifin
 • 2 msk sojasósa
 • 1 msk hunang
 • 2 msk ólífuolía
 • SÓSA
 • 2 dl eplaedik
 • 100gr púðursykur
 • 4 stjörnuanís
 • 2 cm engifer, rifinn
 • 1 lítið rautt chili, fínsaxað

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 50 mínútur

Hitaðu ofninn í 190°C.

Klæddu eldfast mót að innan með álpappír, þetta er snilldarráð þar sem að marineringin brennur í ofninum og yrði erfitt að þrífa mótið.

Blandaðu saman í stórri skál öllum hráefninum í marineringuna, helltu yfir kjúklingavængina og láttu marinerast í 10 mínútur með graslauknum og kóríandernum.

Settu allt hráefnið í sósuna í pott og láttu suðuna koma hressilega upp. Lækkaðu hitann og láttu malla rólega í 10 mínútur þar til fer að þykkna. Taktu þá af hitanum og settu í skál.

Settu kjúklinginn í eldfasta móti og steiktu í ofninum í 35-40 mínútur eða þar til gullið. Endarnir á vængjunum geta brunnið, en það er allt í lagi, það er kjötið sem á að vera mjúkt og fulleldað.

Berðu fram með fullt af pappír eða þurrkum því að þetta er borðað með fingrunum, vængjunum dýft í sósuna og svo notið til fulls.