Print Friendly, PDF & Email

Kjúklingabringur í sinnepssósu fyrir 4

 • 2 msk ólífuolía
 • 4 kjúklingabringur
 • 250 gr sveppir, sneiddir
 • 2 skallottulaukar, fínsaxaðir
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 3.5 dl vatn
 • 1 teningur kjúklingakraftur
 • 1.5 dl rjómi
 • 2 msk Dijon sinnep
 • 1 1/2 tsk tarragon/estragon, þurrkað
 • salt og pipar

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 30 mínútur

Byrjaðu á að fletja út kjúklingabringurnar, annað hvort með kjöthamri eða setja þær inn í plast/plastpoka og berja með einhverju þungu eins og steikarpönnu. Þetta gerirðu til að fá jafnari eldun á bringuna.

Hitaðu 1 msk ólífuolíu í pönnu og steiktu bringurnar við meðalhita þar til þær hafa brúnast í 4 mínútur á hvorri hlið. Settu til hliðar.

Settu nú 1 msk olíu til í pönnuna og steiktu sveppina þar til þeir hafa brúnast, í um 8 mínútur. Bættu þá við skallottulauknum og steiktu í 1 mínútu. Settu nú hvítlaukinn út í og steiktu í hálfa mínútu.
Helltu þá vatninu út í og kjúklingakraftinum, þegar suða kemur upp lækkarðu hitann undir pönnunni og bætir við rjómanum. Láttu suðuna koma hægt upp og láttu malla þar til vökvinn hefur soðið niður um helming, eða í 5 mínútur rúmar.

Blandaðu nú tarragon og sinnepi saman við, smakkaðu til með salti og pipar. Láttu kjúklingabringurnar út í pönnuna og láttu malla í sósunni í 3-4 mínútur.

Geggjað með fersku salati og kartöflum eða kartöflustöppu.