Kínóa er næringarríkt og orkugefandi korn frá Andesfjöllunum með mildu hnetubragði.
Uppskriftin er fyrir 2-3 sem aðalréttur en meðlæti fyrir 4-5.
Kínóasalat
- 2 meðalstórar rauðrófur
- repjuolía
- 300gr soðið kínóa
- 1/2 sítróna, safi og rifinn börkur
- 5 msk ólífu olía
- góð sneið vatnsmelóna
- 1 tsk oregano
- salt og pipar
- 1/2 lítill rauðlaukur, þunnt sneiddur
- 1/2 fetakubbur, mulinn
Undirbúningur: 5 mínútur
Eldunartími: 40 mínútur
Hitaðu ofninn í 190°C.
Flysjaðu rauðrófurnar og skerðu í fernt. Nuddaðu smávegis olíu inn í þær, vefðu inn í álpappír og bakaðu í ofninum í 40 mínútur.
Sjóddu kínóað ef þú átt ekki soðið tilbúið. Þú þarft um 1 1/2 bolla kínóa og 3 bolla vatn, pínu salt. Sjóddu í 15 mínútur og hrærðu svo vel í því með gaffli til að losa í sundur.
Á meðan hrærðu saman dressingunni í skál. Settu sítrónusafa, sítrónubörk, oregano, smávegis salt og nýmalaðan pipar í skál. Ekki setja of mikið salt því að fetaosturinn kemur með salta tóna í salatið.
Hrærðu kínóanu og þunnt sneiddum rauðlauk saman.
Skerðu melónuna í bita og bættu í.
Þegar rauðrófurnar eru tilbúnar tekurðu þær úr álpappírnum og skerð í litla bita og setur út í kínóað.
Myldu fetakubbinn yfir og dreifðu svo dressingunni yfir allt saman.
Það er fallegt að setja smá ferskar kryddjurtir yfir og rifinn börk af sítrónu eða appelsínu - og gefur líka gott bragð.