Þetta er afar ferskt og gott kartöflusalat og tilvalið að nota nýjar kartöflur í það. Því minni sem kartöflurnar eru, því betra, og þú þarft ekki að hugsa um að flysja þær. Ef þú notar stórar kartöflur þá þarftu að skera þær í tvennt eða fernt, í munnbitastærð.
Kartöflusalat
- 640gr kartöflur
- 4 tsk balsam edik
- 1 egg
- 1 rauðlaukur, fínsaxaður
- 60gr grænar baunir, frosnar
- 2 stórar súrar gúrkur
- 4 tsk saxaður graslaukur
- 2 msk majones eða sýrður rjómi
- salt og pipar
Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 2o mínútur
Settu kartöflurnar í kalt vatn með 2 tsk af salti út í. Láttu suðuna koma upp og láttu sjóða í 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar en ekki of mjúkar.
Helltu vatninu af kartöflunum og veltu þeim upp úr balsam edikinu á meðan þær eru heitar svo þær drekki í sig bragðið.
Sjóddu eggið, láttu suðuna koma upp á þeim, slökktu svo undir og láttu sitja í heitu vatninu í 8 mínútur. Settu svo í ískalt vatn og láttu liggja í 10 mínútur.
Settu frosnu baunirnar í pott með smá vatni og láttu suðuna koma upp. Sjóddu í 2 mínútur eða þar til þær eru farnar að meyrna örlítið.
Blandaðu nú öllu hráefninu saman í skál, kryddaðu til með salti og pipar eftir smekk.