Jógúrtkryddblöndu fiskur

Birtist í Aðalréttir, Fiskur, Grænmeti, Meðlæti, Uppskriftir

Þessi fiskréttur fellur í flokk þurr-kryddblöndu/masala með honum er gott að bera fram flatkökur og hrísgrjón og/eða tómatchutneyi.

Þurr masala fiskur fyrir 4

 • 500gr fiskur að eigin vali, í bitum
 • 3 msk jógúrt eða súrmjólk
 • 2 msk garam masala
 • 2 tsk brún sinnepsfræ
 • 1 tsk kóríander, malað
 • 1 tsk cumin, malað
 • 8 grænar kardimommur, marðar
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 stórt grænt chili, fræhreinsað og fínsaxað
 • 1 msk olía
Undirbúningur: 10 mínútur

Marinering: 1 klst

Eldunartími: 5-10 mínútur

Skerðu fiskinn í bita.

Blandaðu saman jógúrti, garam masala, sinnepsfræjum, kóríander, cumin, kardimommum, salti og chilli í skál. Settu fiskinn út í blönduna og veltu honum varlega. Settu plast yfir skálina og láttu fiskinn marinerast í blöndunni í 1 klst.

Þegar þú ætlar að elda fiskinn þá hitarðu olíu í pönnu, tekur fiskinn úr blöndunni og steikir þar til hann er gullinn, eða í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Borið fram með tómatachutney, hrísgrjónum og flatkökum.

 

Tómatachutney með kókos

 • 1 msk olía
 • 1 rauðlaukur, fínsaxaður
 • 8cm engiferrót, grófsöxuð
 • 7 hvítlauksrif, grófsöxuð
 • 1/2 stórt grænt chili, fínsaxað
 • nokkur lauf af basilikku, rifin
 • 3 msk kókosmjöl
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 2 tsk hunang
 • 2 tsk balsamedik
Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 30 mínútur

Hitaðu olíu í potti, bættu rauðlauknum í og steiktu þar til hann er orðinn mjúkur. Bættu þá við  engifer, hvítlauk, chilli, basilikku og kókosmjöli. Steiktu í nokkrar mínútur , eða þar til kókosmjölið er brúnað og kryddin ilma, hrærðu vel á meðan.

Bættu við tómötunum, hunangi og balsam edikinu. Láttu sjóða á lágum hita í 25-30 mínútur eða þar til chutneyið fer að þykkna og hrærðu í annað slagið.

Geymist í ísskáp í 4-5 daga í lokuðu íláti.