_MG_2141
Print Friendly

Hvítlauks og parmesansnúðar

 • Deigið
 • 150gr smjör, mjúkt
 • 2 1/2 dl súrmjólk
 • 200 gr hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/4 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • Fyllingin
 • 75gr smjör, mjúkt
 • 4 hvítlauksrif, marin
 • 2 msk ferskar kryddjurtir
 • salt
 • 1/2 bolli parmesan, rifinn

Undirbúningur: 15 mínútur

Hvíld: 15 mínútur

Baksturstími: 20 mínútur

Hitaðu ofninn í 160°C.

Þeyttu saman smjörið og súrmjólkina. Sigtaðu saman í skál hveitið, lyftiduft, matarsóda og salt. Bættu hveitiblöndunni hægt og rólega við súrmjólkurblönduna og hrærðu stöðugt þar til þú ert komin/n með gott deig. Láttu deigið í ísskáp í 15 mínútur.

Á meðan útbýrðu fyllinguna. Blandað saman í skál smjörinu, hvítlauk, kryddjurtum og salti. Þú getur notað hvaða kryddjurtir sem þú vilt, bæði ferskar og þurrkaðar.

 

Taktu nú deigið og flettu út í 0.5cm þykkan ferning. Smyrðu kryddsmjörinu yfir og rúllaðu deiginu upp. Skerðu í jafnstóra snúða, um 2 cm þykka. Það er gott að baka snúðana í möffinsformum.

Settu á plötu og bakaðu í 20-25 mínútur, eða þar til gullinbrúnir.

Taktu úr ofninum og settu smávegis rifinn ost ofan á þá á meðan þeir eru sjóðheitir, og klípu af kryddsmjöri ef er afgangur.

Þú getur fryst þessa snúða og hitað upp þegar þér hentar.