Gúrkusalat

Birtist í Grænmeti, Meðlæti, Uppskriftir

Þetta salat er frábært meðlæti með kjöti og fiski, eggja- og baunaréttum, á samlokur, með osti og lengi mætti telja. Það er frábært að geyma í loftþéttri krukku inni í ísskáp og geta fengið sér með kvöldmatnum eða til að lífga upp á nesti. Þetta geymist í ísskáp í 2 vikur.

 

Gúrkusalat

 • 1 gúrka, frænhreinsuð og í bitum
 • 1/2 laukur, fínsaxaður
 • 1 dl sykur
 • 1 dl edik
 • 1 negulnagli
 • 1/2 tsk turmerik
 • 1/2 tsk engiferduft
 • 1/2 tsk svartur pipar, malaður
 • 1/2 kanilstöng
 • salt
 • olía
Undirbúningur og eldunartími: 15 mínútur

Biðtími: 4 klst

Skerðu gúrkuna í tvennt og fræhreinsaðu hana, skerðu hana svo í bita um 3-4 mm þykkar sneiðar. Settu í skál og stráðu um 1/2 tsk af salti yfir gúrkurnar.

Saxaðu laukinn mjög fínt. Settu olíu í pott og léttsteiktu laukinn, ekki brúna hann, bara steikja þar til hann verður glær. Bættu nú við kryddinu; turmerik, engifer, svörtum pipar og kanilstönginni. Hrærðu vel. Settu edik, sykur og negulnaglann út í og hrærðu þar til að leysa sykurinn vel upp. Bættu nú gúrkusneiðunum út í, láttu suðuna koma upp og slökktu svo undir pottinum. Settu sjóðandi heitt í krukku, gúrku og edikslausn, og láttu kólna (settu lokið á krukkuna).

Láttu bíða í amk 4 klst eða yfir nótt til að bragðið nái að lagerast.