Gúrkudrykkur

Birtist í Drykkir, Uppskriftir

Þennan drykk er alger snilld að gera úr gúrkum sem eru orðnar linar eða hafa frosið og eru ónýtar.

Gúrkudrykkur 1L

  • 2 gúrkur, flysjaðar og fræhreinsaðar
  • 1dl vatn
  • lúkufylli myntulauf
  • 4 msk hunang
  • 3 lime
  • 750ml sódavatn
Undirbúningur: 10 mínútur

Flysjaðu og fræhreinsaðu gúrkuna og settu í matvinnsluvél eða mixer ásamt vatninu. Maukaðu vel.

Settu nú í sigti og síaðu vökvann frá.

Settu myntulaufin í skál og merðu þau vel. Bættu við gúrkusafanum, safa úr 2 lime og hunanginu, hrærðu vel eða þar til hunangið hefur blandast saman við.

Settu nú 1 lime skorið í sneiðar  og nokkrar gúrkusneiðar út í og sódavatnið.

Fylltu glös með klaka og helltu drykknum í.

Njóttu vel.