Þetta gulrótarsalat er frábært meðlæti með kjöti, en getur líka verið góður léttur kvöldmatur.
Sem meðlæti hentar uppskriftin fyrir 4.
Gulrótarsalat
- 750gr gulrætur
- 4 msk ólífuolía
- 1 laukur, fínsaxaður
- 3 hvítlaukrif, marin
- 1 rautt eða grænt chili, fræhreinsað og fínsaxað
- 1 vorlaukur fínsaxaður
- 1/2 tsk kóríander, malaður
- 1/2 tsk kanill, malaður
- 1 tsk paprikuduft
- 1 tsk cumin, malað
- 1 msk eplaedik
- 1 msk hunang
- börkur af 1 sítrónu
- 1 dl grísk jógúrt eða sýrður rjómi
- handfylli söxuð steinselja
- 2-3 fíkjur eða döðlur
Undirbúningur: 10 mínútur
Eldunartími: 25 mínútur
Skerðu gulræturnar í bita eða sneiðar, um 1 cm á þykkt. Settu í pott með söltuðu vatni og láttu sjóða í um 8 mínútur eða þar til þær fara að mýkjast en eru samt enþá örlítið stökkar. Helltu vatninu af og leggðu til hliðar.
Hitaðu olíuna í stórri pönnu á meðalhita og steiktu laukinn í 8-10 mínútur, eða þar til hann fer að brúnast. Bættu nú við gulrótunum og öllum innihaldsefnunum nema jógúrtinni/sýrða rjómanum. Veltu öllu vel í pönnunni til að blandist vel saman. Taktu af hitanum og láttu kólna smávegis. Settu í stóra skál, hrærðu jógúrtinni saman við og smakkaðu til með salti og nýmöluðum svörtum pipar.
Stráðu steinseljunni yfir og þunnt sneiddum döðlum eða fíkjum.
Frábært með kjöti eða grænmetisréttum.