Print Friendly

Hér eru bleikjuflökin snögg grilluð og hunang og timian notað til að lyfta bragðinu af fiskinum upp í hæstu hæðir.

Þú getur líka steikt bleikjuna á pönnu eða inni í ofni undir grillinu í 10 mínútur.

Fljótlegur kvöldmatur við hæfi konunga eða 4.

Grilluð bleikja

  • 3 msk hunang
  • 1 lítill skallottulaukur, fínsaxaður
  • 2 greinar timian
  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • 4 bleikjuflök

Undirbúningur: 5 mínútur

Eldunartími: 10-15 mínútur

Blandaðu hunangi, skallottulauknum, timiani, salti og cayenne piparnum saman.

Settu bleikjuna á grillið með roðið niður á álpappír  og helltu hunangsblöndunni yfir.

Láttu grillast í 10-14 mínútur, þú getur líka pakkað bleikjunni inn í álpappírinn og sett á meðal heitt svæði á grillinu og grillað í 20 mínútur.

Ef þú átt gott trébretti sem þú vilt prófa að grilla á, eins og sedrusviðarbretti, þá gildir sami tími og ef þú hefðir pakkað inn í álpappír.

Berðu fram með fersku salati og nýsoðnum kartöflum.