IMG_0755
Print Friendly

Það er afar einfalt að verka fisk á þennan hátt, þarfnast lítillrar fyrirhafnar og tíma en útkoman er svo ákaflega sérstök og góð.

Þú getur notað bleikju eða lax í þessa uppskrift.

Grafin bleikja

 • 500gr bleikja
 • 10 fennelfræ
 • 10 kóríanderfræ
 • 35gr sykur
 • 35 salt
 • 3 msk ferskar kryddjurtir (dill, kóríander, mynta, steinselja, basil - bara það sem þú átt til)
 • 1 lime, börkur
 • 30 ml ólífuolía
 • sítrónusafi

Undirbúningur: 5 mínútur

Verkun: 4 klst

Settu fennelfræ, kóríanderfræ, salt, sykur, limebörk og kryddjurtir í mortél og merðu vel saman í mauk.

Nuddaðu þessari blöndu vel í fiskinn og þektu hann með blöndunni. Vefðu fiskinn þétt inn í plastfilmu eða álpappír og settu í ísskáp í 4 klst.
Eftir 4 klst tekurðu fiskinn úr umbúðunum og skolar og þerrar. Nuddaðu olíu og sítrónusafa í hann og skerðu í þunnar sneiðar.

Frábær einn sér eða með rjómaostblöndu (sjá neðar) á rúgkex.

Rjómaost blanda

 • 1 dl rjómaostur
 • 2 msk jógúrt
 • safi úr 1/2 sítrónu
 • börkur af 1/2 sítrónu
 • salt og pipar

Undirbúningur: 5 mínútur

Hrærðu öllu saman svo að blandist vel.

Smakkaðu til með salti og pipar.