Print Friendly, PDF & Email

Það er frábært að útbúa sínar eigin kryddblöndur. Garam masala er blanda sem er notuð mjög mikið í indverskan og pakistanskan mat. Hana er einfalt að búa til.

 

Garam Masala

  • 2 msk cumin, malað
  • 3 tsk kóríander, malað
  • 3 tsk kardimommur, malaðar
  • 3 tsk svartur pipar, malaður
  • 1 tsk negull, malaður
  • 1 tsk múskat, malað
  • 1 tsk kanill, malaður

 

Öllu blandað saman og geymt í loftþéttu íláti. Geymist í 6 mánuði eða lengur, best er að nota heil krydd og mala sjálf/ur til að bragðið verði sem ferskast. Athugið þá að það er gott að þurrrista kryddin á pönnu fyrst.

Þegar þú notar Garam masala í mat þá segja lang flestar uppskriftir þér að rista/steikja kryddið.